Um okkur

Nafnið er dregið af birki plöntunni sem hefur fylgt Íslendingum frá landnámi og hefur tilvísun í vöxt, þrautseigju, sveigjanleika og lækningamátt.

Við erum þétt og sterkt teymi ráðgjafa með umfangsmikla reynslu af stjórnun og ráðgjöf bæði hjá einkafyrirtækjum og hjá opinberum stofnunum.

Lára Nanna Eggertsdóttir

Lára Nanna Eggertsdóttir

lara@birki.is

696 9044

Um Láru

Lára Nanna Eggertsdóttir er með BS gráðu í hagfræði.  Hún hefur víðtæka rekstrar – og stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi og hefur starfað sem fjármálastjóri, framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri hjá ýmsum fyrirtækjum á ólíkum sviðum.

Lára hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri sjónvarps og útvarps hjá 365, framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 og fjármálastjóri hjá Hringrás endurvinnslu ehf.

Rakel Heiðmarsdóttir

Rakel Heiðmarsdóttir

Um Rakel

Rakel Heiðmarsdóttir útskrifaðist með doktorsgráðu í ráðgjafarsálfræði (counseling psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún hefur síðan starfað við mannauðs- og stjórnunarráðgjöf, háskólakennslu, markþjálfun og mannauðsstjórnun.

Að auki hefur hún haldið fjölda námskeiða um samskipti, stjórnun og fleira. Rakel var meðal annars mannauðsstjóri hjá Norðuráli til ríflega sex ára (2005-2012) og í Bláa Lóninu í fjögur ár (2013-2017). Hún er búin að vera í hlutverki mannauðsstjóra (fagstjóri til leigu) hjá Garra síðan í byrjun árs 2017 og er jafnframt stundakennari í MBA námi Háskólans í Reykjavík.

Pétur   Valdimarsson

Pétur Valdimarsson

Um Pétur

Pétur Valdimarsson er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur unnið sem greinandi fjárhagsupplýsinga, fjármálastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækja hérlendis og erlendis.

Pétur hefur meðal annars starfað sem fjármálastjóri hjá Gámaþjónustunni, framkvæmdastjóri Kex Hostel og Gámakó og gegnt stjórnar- og stjórnunarstörfum hjá dótturfélögum Gámaþjónustunnar í Lettlandi. Hann hefur undanfarin sex ár rekið bókhaldsfyrirtækið Spekt og er nú framkvæmdastjóri hjá bókhaldsfyrirtækinu Fjárhúsið – Spekt.

Guðmundur Gíslason

Guðmundur Gíslason

Um Guðmund

Guðmundur Páll Gíslason er viðskiptafræðingur. Stundaði einnig meistaranám í fjármálum fyrirtækja. Hann hefur starfað síðan sem stjórnandi og rekstrarráðgjafi hérlendis og erlendis.

Guðmundur hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi, rekstrar- og innkaupastjóri hjá Högum og framkvæmdastjóri hjá West Ham Football Club.