Um okkur

Við erum þétt og sterkt teymi ráðgjafa með umfangsmikla reynslu af stjórnun og ráðgjöf bæði hjá einkafyrirtækjum og hjá opinberum stofnunum.

Rakel Heiðmarsdóttir

Rakel Heiðmarsdóttir

Um Rakel

Rakel Heiðmarsdóttir útskrifaðist með doktorsgráðu í ráðgjafarsálfræði (counseling psychology) fá University of Texas at Austin árið 2002. Hún hefur starfað síðan við mannauðs- og stjórnunarráðgjöf, markþjálfun og mannauðsstjórnun.

Að auki hefur hún haldið fjölda námskeiða um samskipti, stjórnun og fleira. Rakel var meðal annars mannauðsstjóri hjá Norðuráli til ríflega sex ára (2005-2012) og í Bláa Lóninu í fjögur ár (2013-2017).

Guðmundur Gíslason

Guðmundur Gíslason

Um Guðmund

Guðmundur Páll Gíslason er viðskiptafræðingur. Stundaði einnig meistaranám í fjármálum fyrirtækja. Hann hefur starfað síðan sem stjórnandi og rekstrarráðgjafi hérlendis og erlendis.

Guðmundur hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi, rekstrar- og innkaupastjóri hjá Högum og framkvæmdastjóri hjá West Ham Football Club.

Ingibjörg Gísladóttir

Ingibjörg Gísladóttir

Um Ingibjörgu

Ingibjörg er með háskólapróf í boðskiptafræðum í viðskiptaumhverfi og meistarapróf á sviði starfsþróunar. Hún hefur lagt stund á frekara nám í mannauðstjórnun, markþjálfun og fundaskipulagi. Ingibjörg hefur starfað við fræðslu- og mannauðsstjórnun í upplýsingatæknifyrirtækjum og við mannauðsráðgjöf og stjórnendaþjálfun á skóla- og  frístundasviði Rvk. í 16 ár. Samhliða hefur hún sinnt sjálfstæðri ráðgjöf um framkvæmd sameininga og samráðsfunda

Birki ráðgjöf ehf
Borgartún 3  105 Reykjavík
855 5001  birki@birki.is

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn