Um okkur

Við erum þétt og sterkt teymi ráðgjafa með umfangsmikla reynslu af stjórnun og ráðgjöf bæði hjá einkafyrirtækjum og hjá opinberum stofnunum.

Rakel Heiðmarsdóttir

Rakel Heiðmarsdóttir

rakel@birki.is

770 7507

Um Rakel

Rakel Heiðmarsdóttir útskrifaðist með doktorsgráðu í ráðgjafarsálfræði (counseling psychology) fá University of Texas at Austun árið 2002. Hún hefur starfað síðan við mannauðs- og stjórnunarráðgjöf, markþjálfun og mannauðsstjórnun.

Að auki hefur hún haldið fjölda námskeiða um samskipti, stjórnun og fleira. Rakel var meðal annars mannauðsstjóri hjá Norðuráli til ríflega sex ára (2005-2012) og í Bláa Lóninu í fjögur ár (2013-2017).

Guðmundur Páll Gíslason

Guðmundur Páll Gíslason

gudmundur@birki.is

855 5001

Um Guðmund

Guðmundur Páll Gíslason er viðskiptafræðingur. Stundaði einnig meistaranám í fjármálum fyrirtækja. Hann hefur starfað síðan sem stjórnandi og rekstrarráðgjafi hérlendis og erlendis.

Guðmundur hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi, rekstrar- og innkaupastjóri hjá Högum og framkvæmdastjóri hjá West Ham Football Club.

Ingibjörg Gísladóttir

Ingibjörg Gísladóttir

ingibjorg@birki.is

770 7600

Um Ingibjörgu

Ingibjörg Gísladóttir hefur B.S. gráðu í boðskiptafræðum  og M.A. gráðu í kennslufræði fullorðinna með áherslu á starfsþróun í vinnuumhverfi.  Hún hefur stundað frekara nám á sviði mannauðsstjórnunar, markþjálfunar og fengið mikla þjálfun í framkvæmd hugmyndafunda. Ingibjörg hefur starfað að fjölbreyttum verkefnum sem mannauðsráðgjafi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar frá árinu 2003. Samhliða því hefur hún unnið sjálfstætt að ráðgjafarverkefnum fyrir einkafyrirtæki og opinbera aðila á sviði sameininga og framkvæmd hugmynda- og stefnumörkunarfunda.