Fyrir hverja erum við?

Við þjónustum fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga hvar sem er á landinu.

Hver erum við?

Við erum þétt og sterkt teymi ráðgjafa með umfangsmikla reynslu af stjórnun og ráðgjöf hjá einkafyrirtækjum, skólum og opinberum stofnunum.

Hvað er í boði?

Við bjóðum víðtæka ráðgjöf um stjórnun, rekstur, mannauðsmál, fræðslu og vinnustofur. 

Mannauðsráðgjöf

Við bjóðum faglega mannauðsráðgjöf og leggjum áherslu á að skilja þarfir viðskiptavina áður en lagt er af stað. Ráðgjöfin getur snúið að heildarskipulagi mannauðsmála eða að vissum verkefnum, störfum eða einstaklingum. Hjá okkur færðu mannauðsráðgjafa, mannauðs- og fræðslustjóra til leigu. Þá bjóðum við ráðgjöf við sameiningar, samskiptamál og sáttamiðlun. Við höfum mikla reynslu af starfi sem styrkir vinnuumhverfið, bætir samvinnu, eflir starfsfólkið, eykur virkni þess og árangur.

Stefnumótun

Við aðstoðum við að móta skýra stefnu og framtíðarsýn. Hjálpum við innleiðingu og veitum eftirfylgni. Markmiðið er að allir starfsmenn hafi sömu sýn á tilgang, hlutverk og markmið fyrirtækis eða stofnunar. 

Námskeið og fræðsla

Við bjóðum markviss námskeið og fræðslu fyrir stjórnendur og starfsfólk. Lögð er áhersla á aðlögun námsefnis að þörfum þátttakenda, virkni og hagnýtingu.
Námskeiðin eru Árangursrík samskipti á vinnustöðum, Starfsmannasamtöl, Innra upplýsingaflæði, Fjölbreyttari og virkari fundir, Sameiningar og Innleiðing breytinga. Í blíðu og stríðu með sjálfum okkur og Að taka á móti breytingum eru stutt fræðsluinnlegg sem í boði eru. 

Jafnlaunavottun

Við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir við innleiðingu á jafnlaunastaðli ÍST 85:2012, með það að marki að stuðla að jafnrétti kynja á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest á Alþingi í júní árið 2017.  

Fjármál, rekstur og upplýsingatækni

Við veitum víðtæka fjármála- og rekstrarráðgjöf. Við aðstoðum fyrirtæki við uppsetningu og greiningu á fjárhagsupplýsingum og áætlanagerð með það að marki að hámarka sjóðstreymi og rekstrarafkomu. Við setjum upp mælaborð (e. Dashboard/KPI) fyrir reksturinn og aðstoðum við val á fjárhagskerfum ásamt uppsetningu og greiningu fjárhagsgagna.  

Markþjálfun og teymismarkþjálfun

Hvað skiptir þig máli í starfi og einkalífi? Markþjálfun er árangursrík leið til að efla einstaklinga og hópa og stytta leiðina að markmiðum. Hjá Birki ráðgjöf eru reyndir markþjálfar sem með samtali hjálpa fólki að þróast og ná persónulegum og faglegum árangri. Við bjóðum teymismarkþjálfun og veitum stuðning við Mastermind markþjálfunarhópa.

Hugmyndafundir og starfsdagar

Hjá okkur er mikil þekking og reynsla af skipulagi og framkvæmd hugmyndafunda og starfsdaga með áherslu á virka þátttöku og hópavinnu. Reynsla, þekking og innsæi starfsmanna og hagsmunaaðila er þannig virkjuð til að auka árangur. Á fundunum eru skapaðar aðstæður fyrir samráð og nýsköpun og til verða óvæntar lausnir og ný sýn. Um leið fær starfsfólk hlutdeild í ákvörðunum og virkni þeirra og ánægja eykst.  Kaffipasan.is er hluti af Birki ráðgjöf.

Fagstjóri til leigu

Er þitt fyrirtæki að hámarka rekstrarafkomu, starfsánægju, birgðahald og ná sínum markmiðum? Birki ráðgjafar gefa þér kost á að auka fagþekkingu innan fyrirtækisins með því að ráða tímabundið eða jafnvel til lengri tíma stjórnendur. Með því að taka fagstjóra til leigu nýtur fyrirtækið þitt fagþekkingar með litlum tilkostnaði. Birki ráðgjöf býður upp á eftirfarandi fagstjóra til leigu: fjármálastjóra, innkaupastjóra, mannauðsstjóra, rekstrarstjóra og verkefnastjóra.

Hvers vegna að leigja fagstjóra?

  • Fyrirtækið nýtur aukinnar fagþekkingar
  • Hagkvæm lausn
  • Fagstjórar í hlutastarfi
  • Tímabundin átaksverkefni stýrð af fagmennsku
  • Afleysingar fyrir stjórnendur

Mannauðsstjóri til leigu

Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að leigja mannauðsstjóra, mannauðsráðgjafa eða fræðslustjóra frá
okkur til langs eða skamms tíma. Ráðgjafi okkar starfar á vinnustaðnum eins og um fastan starfsmann væri að ræða,
til dæmis í einn eða tvo daga í viku eftir þörfum á hverjum stað.

Birki ráðgjöf ehf
Borgartún 3  105 Reykjavík
855 5001  birki@birki.is

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn