Fyrir hverja erum við?

Við þjónustum fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga hvar sem er á landinu.

Hver erum við?

Við erum þétt og sterkt teymi ráðgjafa með umfangsmikla reynslu af stjórnun og ráðgjöf hjá einkafyrirtækjum, skólum og opinberum stofnunum.

Hvað er í boði?

Við bjóðum víðtæka ráðgjöf um stjórnun, rekstur, mannauðsmál, fræðslu og vinnustofur. 

Mannauðsráðgjöf

Við bjóðum faglega mannauðsráðgjöf og leggjum áherslu á að skilja þarfir viðskiptavina áður en lagt er af stað. Ráðgjöfin getur snúið að heildarskipulagi mannauðsmála eða að vissum verkefnum, störfum eða einstaklingum. Þá bjóðum við ráðgjöf við innleiðingu breytinga, sameininga, samskiptamál og sáttamiðlun. Hjá okkur er löng reynsla af ráðgjafarverkefnum sem styrkja vinnuumhverfið, bæta samvinnu, efla starfsfólkið, auka vellíðan, virkni og árangur.

Rekstur og stefnumótun

Við veitum víðtæka rekstrarráðgjöf, allt frá greiningu á rekstri til endurhönnunar ferla. Veltum öllum steinum við. Markmiðið er að hámarka verðmætasköpun.

Við aðstoðum við að móta skýra stefnu og framtíðarsýn, hjálpum við innleiðingu og veitum eftirfylgni við stefnu.

Námskeið og fræðsla

Við bjóðum markviss námskeið og fræðslu fyrir stjórnendur og starfsfólk. Lögð er áhersla á aðlögun námsefnis að þörfum þátttakenda, virkni og hagnýtingu.
Námskeiðin eru Árangursrík samskipti á vinnustöðum, Starfsmannasamtöl, Innra upplýsingaflæði, Fjölbreyttari og virkari fundir, Sameiningar og Innleiðing breytinga. Í blíðu og stríðu með sjálfum okkur og Að taka á móti breytingum eru stutt fræðsluinnlegg sem í boði eru. 

Markþjálfun og teymismarkþjálfun

Hvað skiptir þig máli í starfi og einkalífi? Markþjálfun er árangursrík leið til að efla einstaklinga og hópa og stytta leiðina að markmiðum. Hjá Birki ráðgjöf eru reyndir markþjálfar sem með samtali hjálpa fólki að þróast og ná persónulegum og faglegum árangri. Við bjóðum teymismarkþjálfun og veitum stuðning við Mastermind markþjálfunarhópa.

Hugmyndafundir og vinnustofur

Hjá okkur er mikil þekking og reynsla af skipulagi og framkvæmd hugmynda-, samráðs- og stefnumörkunarfunda með áherslu á virka þátttöku, hópavinnu og skapandi umræður. Reynsla, þekking og innsæi starfsmanna og hagsmunaaðila er þannig virkjuð til að auka árangur.
Á fundunum eru skapaðar aðstæður fyrir samráð og nýsköpun og til verða óvæntar lausnir og ný sýn. Um leið fær starfsfólk hlutdeild í ákvörðunum og virkni þeirra og ánægja eykst.  Kaffipasan.is er hluti af Birki ráðgjöf.

Birki ráðgjöf ehf
Borgartún 3  105 Reykjavík
855 5001  birki@birki.is

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn