Fyrir hverja erum við?

Við þjónustum fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga hvar sem er á landinu.

Hver erum við?

Við erum þétt og sterkt teymi ráðgjafa með umfangsmikla reynslu af stjórnun og ráðgjöf hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Hvað er í boði?

Við bjóðum víðtæka ráðgjöf í stjórnun, rekstri, sameiningum,  stefnumótun og mannauðsmálum.

Mannauðsráðgjöf

Við bjóðum faglega mannauðsráðgjöf og leggjum áherslu á að skilja þarfir viðskiptavina áður en lagt er af stað. Ráðgjöfin getur snúið að heildarskipulagi mannauðsmála eða að vissum verkefnum, störfum eða einstaklingum. Í boði er mannauðsstjóri ti leigu í því starfshlutfalli sem hentar vinnustaðnum best. Þá bjóðum við ráðgjöf við sameiningar, samskiptamál og sáttamiðlun. Við höfum mikla reynslu af starfi sem styrkir vinnuumhverfið, bætir samvinnu, eflir starfsfólkið, eykur virkni þess og árangur.

Stefnumótun

Við aðstoðum við að móta skýra stefnu og framtíðarsýn. Hjálpum við innleiðingu og veitum eftirfylgni. Markmiðið er að allir starfsmenn hafi sömu sýn á tilgang, hlutverk og markmið fyrirtækis eða stofnunar.

Hvatning á tímum breytinga

Starfsmenn geta upplifað mikið andlegt álag og óvissu á tímum sem þessum. Við getum aðstoðað við að skerpa á innri upplýsingamiðlun og væntingum til starfsmanna í sérstæðum aðstæðum. Við getum einnig komið inn í hópefli, hvatningu til starfsmanna og eflingu heilbrigðrar vinnustaðamenningar. Verkfæri okkar eru meðal annars markþjálfunarsamtöl við stjórnendur og starfsmenn, innblásandi fyrirlestrar og markvissir vinnufundir með teymum og stjórnendum.

Markþjálfun

Hvað skiptir þig máli í starfi og einkalífi? Markþjálfun er árangursrík leið til að efla einstaklinga og hópa, skerpa markmið og stytta leiðina að árangri. Hjá Birki ráðgjöf starfar reyndur markþjálfi sem með samtali hjálpar fólki að þróast og ná persónulegum og faglegum árangri.

Námskeið og fræðsla

Við bjóðum markviss námskeið og fræðslu fyrir stjórnendur og starfsfólk. Lögð er áhersla á aðlögun námsefnis að þörfum þátttakenda, virkni og hagnýtingu.