Fyrir hverja erum við?

Við þjónustum fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga hvar sem er á landinu.

Hver erum við?

Við erum þétt og sterkt teymi ráðgjafa með umfangsmikla reynslu í stjórnun og ráðgjöf bæði í einkafyrirtækjum og hjá hinu opinbera.

Hvað er í boði?

Við bjóðum víðtæka ráðgjöf í stjórnun, rekstri og mannauðsmálum. Umbótastarf til árangurs (þróun, mótun).

Mannauðsráðgjöf

Við bjóðum faglega og lausnamiðaða mannauðsráðgjöf og leggjum áherslu á að skilja þarfir viðskiptavina áður en lagt er af stað. Mannauðsráðgjöf okkar getur snúið að heildarskipulagi mannauðsmála, ferlum og starfsumhverfi eða að málefnum sem snúa að vissum verkefnum, störfum eða einstaklingum. Þar gætu verið almennar aðgerðir til að styrkja vinnuumhverfið eða einstaka mál, s.s. ráðningar eða samskiptamál.

Markþjálfun einstaklinga og teyma

Hvað skiptir þig máli í starfi og einkalífi? Markþjálfun er árangursrík leið til að efla einstaklinga og hópa og setja markmið sem skipta máli og finna leiðir til að ná þeim. Hjá Birki ráðgjöf eru reyndir markþjálfar sem með samtali hjálpa einstaklingum að þróast og ná persónulegum og faglegum árangri. Þá bjóðum við markþjálfun starfsmannateyma sem skilar sameiginlegri sýn á verkefnið, samvinnu og árangri.

Námskeið og vinnustofur

Dæmi um námskeið sem eru í boði eru: Árangursrík samskipti á vinnustöðum, starfsmannasamtöl og stjórnendastíll. Við bjóðum markviss námskeið og vinnustofur fyrir stjórnendur og aðra starfsmannahópa. Á námskeiðunum er lögð áhersla á fagmennsku, aðlögun námsefnis að þörfum þátttakenda, virkni og hagnýtingu. Hjá Birki ráðgjöf er þekking og reynsla á árangursríkum samtalsaðferðum sem auðvelda starfsmannahópum og öðrum hagsmunaaðilum að koma fram með farsæla stefnu eða lausnir á viðfangsefnum og nýta þannig þekkingu, reynslu og innsæi hópsins.

Rekstur og stefnumótun

Við veitum víðtæka rekstrarráðgjöf, allt frá greiningu á rekstri til endurhönnunar ferla. Veltum öllum steinum við. Markmiðið er að hámarka verðmætasköpun.

Við aðstoðum við að móta skýra stefnu og framtíðarsýn, hjálpum við innleiðingu og veitum eftirfylgni við stefnu.

Finndu okkur

birki@birki.is

8555001

Borgartún 3, 105 Reykjavík.

Hafðu samband