Fyrir hverja erum við?

Við þjónustum fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga hvar sem er á landinu.

Hver erum við?

Við erum þétt og sterkt teymi ráðgjafa með umfangsmikla reynslu af stjórnun og ráðgjöf hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Hvað er í boði?

Við bjóðum víðtæka ráðgjöf í stjórnun, rekstri, sameiningum,  stefnumótun og mannauðsmálum.

Aðlögun rekstrar að breyttu umhverfi

Rekstrarumhverfi fyrirtækja hefur alltaf verið breytingum háð, en óvissan hefur sjaldan verið meiri en nú. Það er því mikilvægt að nýta bestu fáanlegu gögn til að átta sig á stöðunni og grípa hratt og örugglega til aðgerða sem styrkja og tryggja reksturinn. Ráðgjafar Birkis hafa víðtæka reynslu í  að takast á við krefjandi aðstæður og við aðstoðum fyrirtæki meðal annars við að uppfæra áætlanir og sviðsmyndir, áætla sjóðstreymi og fjármagnsþörf, undirbúa fjármögnun og takast á við áskoranir í mannauðsmálum.

Hvatning á tímum breytinga

Starfsmenn geta upplifað mikið andlegt álag og óvissu á tímum sem þessum. Við getum aðstoðað við að skerpa á innri upplýsingamiðlun og væntingum til starfsmanna í sérstæðum aðstæðum. Við getum einnig komið inn í hópefli, hvatningu til starfsmanna og eflingu heilbrigðrar vinnustaðamenningar. Verkfæri okkar eru meðal annars markþjálfunarsamtöl við stjórnendur og starfsmenn, innblásandi fyrirlestrar og markvissir vinnufundir með teymum og stjórnendum.

Sameiningar fyrirtækja

Sameiningar fyrirtækja geta verið sterkur leikur bæði í sókn eða vörn. Til að þær skili tilætluðum árangri er mikilvægt að gera sér grein fyrir þörfum mismunandi hagsmunaaðila og hafa skýr markmið og áætlanir sem taka mið af þeim. Þetta á til dæmis við um hagsmuni eigenda, viðskiptavina, fjármögnunaraðila og ekki síst starfsfólks sem er lykilinn að vel heppnaðri sameiningu. Ráðgjafar Birkis geta boðið aðstoð við undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni sameininga sem byggir á áralangri reynslu hérlendis og erlendis.

Stefnumótun

Við aðstoðum við að móta skýra stefnu og framtíðarsýn. Hjálpum við innleiðingu og veitum eftirfylgni. Markmiðið er að allir starfsmenn hafi sömu sýn á tilgang, hlutverk og markmið fyrirtækis eða stofnunar.

Námskeið og fræðsla

Við bjóðum markviss námskeið og fræðslu fyrir stjórnendur og starfsfólk. Lögð er áhersla á aðlögun námsefnis að þörfum þátttakenda, virkni og hagnýtingu.

Jafnlaunavottun

Við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir við innleiðingu á jafnlaunastaðli ÍST 85:2012, með það að marki að stuðla að jafnrétti kynja á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest á Alþingi í júní árið 2017. 

Fjármál, rekstur og upplýsingatækni

Við veitum víðtæka fjármála- og rekstrarráðgjöf. Við aðstoðum fyrirtæki við uppsetningu og greiningu á fjárhagsupplýsingum og áætlanagerð með það að marki að hámarka sjóðstreymi og rekstrarafkomu. Við setjum upp mælaborð (e. Dashboard/KPI) fyrir reksturinn og aðstoðum við val á fjárhagskerfum ásamt uppsetningu og greiningu fjárhagsgagna.  

Mannauðsráðgjöf

Við bjóðum faglega mannauðsráðgjöf og leggjum áherslu á að skilja þarfir viðskiptavina áður en lagt er af stað. Ráðgjöfin getur snúið að heildarskipulagi mannauðsmála eða að vissum verkefnum, störfum eða einstaklingum. Í boði er mannauðsstjóri ti leigu í því starfshlutfalli sem hentar vinnustaðnum best. Þá bjóðum við ráðgjöf við sameiningar, samskiptamál og sáttamiðlun. Við höfum mikla reynslu af starfi sem styrkir vinnuumhverfið, bætir samvinnu, eflir starfsfólkið, eykur virkni þess og árangur.

Markþjálfun

Hvað skiptir þig máli í starfi og einkalífi? Markþjálfun er árangursrík leið til að efla einstaklinga og hópa, skerpa markmið og stytta leiðina að árangri. Hjá Birki ráðgjöf starfar reyndur markþjálfi sem með samtali hjálpar fólki að þróast og ná persónulegum og faglegum árangri.

Fagstjóri til leigu

Er þitt fyrirtæki að hámarka rekstrarafkomu, starfsánægju, birgðahald og ná sínum markmiðum? Birki ráðgjafar gefa þér kost á að auka fagþekkingu innan fyrirtækisins með því að ráða tímabundið eða jafnvel til lengri tíma stjórnendur. Með því að taka fagstjóra til leigu nýtur fyrirtækið þitt fagþekkingar með litlum tilkostnaði. Ráðgjafi okkar starfar á vinnustaðnum eins og um fastan starfsmann væri að ræða, til dæmis í einn eða tvo daga í viku eftir þörfum á hverjum stað. Birki ráðgjöf býður upp á eftirfarandi fagstjóra til leigu: fjármálastjóra, innkaupastjóra, mannauðsstjóra, rekstrarstjóra og verkefnastjóra.

Hvers vegna að leigja fagstjóra?

  • Fyrirtækið nýtur aukinnar fagþekkingar
  • Hagkvæm lausn
  • Fagstjórar í hlutastarfi
  • Tímabundin átaksverkefni stýrð af fagmennsku
  • Afleysingar fyrir stjórnendur

Birki ráðgjöf ehf.
Borgartún 3  105 Reykjavík
855 5001  birki@birki.is

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn