Fjölbreyttar aðferðir

Námskeiðin byggja á virkri þátttöku, raundæmum, verkefnum, ígrundun og umræðum. Lögð er áhersla á hagnýtingu í starfi hvers og eins.

Markviss námskeið

Við greinum þarfir viðskiptavina og aðlögum námsefni, áherslur og tímalengd að þörfum
þátttakenda og starfsumhverfi. 

Styrkir stéttarfélaga

 Mörg stéttarfélög veita styrki vegna fræðslu – jafnvel allt að 90% af námskeiðsgjaldi.

Viltu meiri upplýsingar?

Hafðu samband til
að kanna möguleikana
og fá nánari
upplýsingar
um námskeiðin. 

Samskipti á vinnustöðum

Yfirsýn yfir mismunandi samskiptastíla og innsýn í fyrirmyndar samskiptastíl. Betri færni í að taka eftir földum skilaboðum -þínum eigin og annarra. Aukinn skilningur á hvernig megi fyrirbyggja óæskilegan ágreining og spennu á vinnustaðnum og í staðinn stuðla að öflugum samskiptum. Aukin færni í að takast á við erfið samskipti og erfið mál sem þarf að ræða.    [Rakel, 3,5-4 klst. námskeið]
Haldið miðvikudaginn 18. mars kl. 8:30 – 12:00 á Fosshótel Reykjavík, Þórunnartúni 1. Verð 24.000 kr. Upplýsingar og skráning fer fram á rakel@birki.is

Markviss upplýsingamiðlun

Mat á upplýsingamiðlun innan vinnustaðar og leiðir til að bæta hana. Hverjir bera ábyrgð á góðri upplýsingamiðlun? Senda eða sækja upplýsingar? Er meira betra eða er of mikið af upplýsingum? Skýrari tölvupóstar, aukin virkni á fundum, töflufundir, skipulag og leitarmöguleikar. Innri vefir, samstarfsmiðlar og sjónræn framsetning. Heildstæð nálgun með upplýsingastefnu og innri markaðssetningu.    [Ingibjörg, 2-3 klst. námskeið]

Fjölbreyttari og virkari fundir

Styrkleikar og veikleikar funda og þær áskoranir sem eru við fundi. Mismunandi markmið funda og bestu leiðir til að ná þeim. Hvernig er hægt að bæta fundamenningu?Hefðbundinn fundur eða annars konar fundaskipulag? Hugmyndafundir, hópavinna og töflufundir. Hvernig má virkja fólk á fundum og ráðstefnum? Rafrænir möguleikar á fundum og við fjarfundi.   [Ingibjörg, 3 klst. vinnustofa]
Haldið miðvikudaginn 6. maí kl. 9:00 – 12:30 á Fosshótel Reykjavík, Þórunnartúni 1. Verð 24.000 kr. Upplýsingar og skráning fer fram á ingibjorg@birki.is.

Starfsmannasamtöl

Skýr og áhrifamikil verkfæri fyrir stjórnendur til undirbúnings fyrir starfsmannasamtöl. Leikin dæmi á myndbandi um hvað ber að varast og hvað ber að leggja áherslu á. Innsýn í einfaldar og markvissar aðferðir til að ræða frammistöðu sem þarf að bæta. Þjálfun í samtalstækni og afhent dæmi um samtalsform og leiðbeiningar til starfsmanna.   [Rakel, 3-4 klst. námskeið] 
Bjóðum einnig kynningar fyrir starfsfólk til undirbúnings fyrir starfsmannasamtöl   [Rakel, 1 klst kynning]

Mastermind jafningjahópar

Mastermind jafningjahópar hafa mikla möguleika á að auka árangur fólks í lífi og starfi. Samtalið í hópnum byggir á aðferðum markþjálfunar og að reynslu og þekkingu sé miðlað. Fjallað um markmið og ávinning,  veittar leiðbeiningar um stofnun hóps og gerð stofnsamnings, form fundanna og þau leiðarljós sem þarf að fylgja til að tryggja árangur. Þjálfun í fundaforminu og ráðleggingar sem tryggja árangur.   [Ingibjörg, 2 klst. námskeið]

Í blíðu og stríðu með okkur sjálfum

Morgun- eða hádegisfyrirlestur
Hugvekja um mikilvægi þess að standa með okkur sama hvað á dynur. Umræða um túlkun upplýsinga –hvaða gleraugu settum við upp í morgun og hvaða gleraugu er okkur tamast að nota? Hugleiðingar um hvað drífur okkur áfram og persónuleg gildi. Hver eru skilaboðin til okkar sjálfra ef illa gengur og hvernig getum við ræktað ný og jákvæðari viðhorf?  [Rakel, 1 klst. fyrirlestur]

Að taka á móti breytingum

Hvað ræður hvort við upplifum breytingar sem ógn eða tækifæri?  Möguleg líðan einstaklinga á ólíkum tíma í breytingaferlinu. Hlutverk og valkostir starfsmanna og þátttaka. Þekkt einkenni vinnustaða í breytingum. Umræður og tækifæri til að hugleiða eigin viðbrögð og birtingarmyndir breytinganna á vinnustaðnum.  Umfjöllun um leiðir til að hraða breytingaferlinu og hafa jákvæð áhrif á samstarf, árangur og líðan.   [Ingibjörg, 1,5 klst. vinnustofa]

Lausn ágreinings á vinnustað

Verkfæri fyrir stjórnendur og mannauðssérfræðinga að takast á við ágreining á vinnustaðnum. Helstu ástæður og afleiðingar ágreinings á vinnustöðum. Hvernig má fyrirbyggja ágreining? Vinnustaðamenning og skipulag. Aðferðir lausnamiðaðrar sáttamiðlunar.   [Rakel, 3 klst. námskeið]

Sameining vinnustaða

Einkenni sameininga og áherslur í vinnu með fólki á ólíkum stigum sameiningar.  Leiðir við samþættingu í kjölfar sameininga. Samráð og þátttaka starfsfólks í sameiningum. Að vinna með ólíka menningu, skapa ný teymi og liðsheild. [Ingibjörg, 2-3 klst. námskeið]

Að koma á breytingum

Mismunandi forsendur breytinga; þróun, skipulagsbreytingar eða stefnumarkandi ákvarðanir. Bestu aðferðir við innleiðingu breytinga samkvæmt könnunum. Þættir sem máli skipta þegar koma á breytingum og hvað ber að varast. Hagnýting módela og þróaðra aðferða við innleiðingu breytinga. Hlutverk og tól stjórnenda, samráð og þátttaka starfsfólks.   [Ingibjörg, 2-3 klst. námskeið]

Sala, þjónusta og upplifun

Vel þjálfaður starfsmaður í sölu og þjónustu er öruggari og ánægðari í starfi sínu. Viðskiptavinurinn fær þar af leiðandi betri  þjónustu og upplifun. Meiri líkur eru á aukinni sölu og að traust viðskiptasamband myndist sem er forsenda endurtekinna viðskipta.  Viðskiptastjórnun (CRM/Customer Relationship Management) er tekið sérstaklega fyrir.  Hentar vel bæði fyrir fyrirtæki í smásölu (B2C) og á fyrirtækjamarkaði (B2B).[Guðmundur, 2-3 klst. námskeið/þjálfun]

Verðlagning

Verðlagning á vöru og þjónustu hefur gríðarleg áhrif á arðsemi fyrirtækja og er einn af grunnþáttum í rekstri fyrirtækja. Verðákvarðanir byggjast oft á undirliggjandi kostnaði, gömlum reiknireglum eða jafnvel ágiskunum. Það skiptir miklu máli að vanda sig við verðlagningu. [Guðmundur, 2-3 klst. námskeið/þjálfun] 

Vörustjórnun: innkaupa- og birgðastýring

Vörustýring fyrirtækja er grunnstoð í smásölu, heildsölu og framleiðslufyrirtækjum. Að eiga réttar vörur, í réttu magni, á réttu verði og á réttum tíma er lykillinn að góðum rekstrarárangri. Því er mikilvægt að vera með puttann á púlsinum og hugsa vörukaup út frá viðskiptavinum og stefnu fyrirtækisins. Það getur verið dýrkeypt fyrir reksturinn að missa tökin á birgðunum.[Guðmundur, 2-3 klst. námskeið/þjálfun]

Birki ráðgjöf ehf
Borgartún 3  105 Reykjavík
855 5001  birki@birki.is

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn