Fjölbreyttar aðferðir

Námskeiðin byggja á virkri þátttöku, raundæmum, verkefnum, ígrundun og umræðum. Lögð er áhersla á hagnýtingu í starfi hvers og eins.

Markviss námskeið

Við greinum þarfir viðskiptavina og aðlögum námsefni, áherslur og tímalengd að þörfum
þátttakenda og starfsumhverfi. 

Styrkir stéttarfélaga

 Mörg stéttarfélög veita styrki vegna fræðslu – jafnvel allt að 90% af námskeiðsgjaldi.

Viltu meiri upplýsingar?

Hafðu samband til
að kanna möguleikana
og fá nánari
upplýsingar
um námskeiðin. 

Rafræn námskeið

 Við bjóðum upp á rafræn námskeið og fyrirlestra.  Við erum með hágæða upptökur, en einnig má nota TEAMS og Zoom fjarfundabúnað.

Símenntun sem verkfæri í faglegum og persónulegum vexti

Það er gott að staldra við í dagsins önn og hugleiða hvar við erum stödd og hvert viljum við stefna. Þessi fyrirlestur er hugvekja um mikilvægi þess að efla stöðu okkar á atvinnumarkaðnum með markmiðasetningu og símenntun. Hvort sem við erum í starfi eða að leita að starfi geta markmið og frekari menntun eða fræðsla gefið okkur vind í seglin til meiri árangurs í starfi og atvinnuleit. Á tímum sem þessum geta falist tækifæri til vaxtar ef við sýnum seiglu og úthald til að ná settum markmiðum eða sækja okkur frekari menntun til að auka möguleika.  

Í boði er um 30 mínútna hágæða upptaka. Einnig er í boði rauntíma (“live”) framsetning og spjall við þátttakendur með Teams eða Zoom fjarfundarbúnaði. [Rakel]

Fjórir helstu samskiptastílarnir - hver virkar best?

Við eigum stöðugt í samskiptum við annað fólk – heima, í vinnunni og í frítímanum! En hver er okkar dæmigerði samskiptastíll? Er hann „árásargjarn“, „passífur“, „passífur og árásargjarn“ eða „einlægur og lausnamiðaður“? Eða kannski blanda af öllum þessum? Hver og einn samskiptastíll er kynntur myndrænt og fjallað er um helstu einkenni hvers og eins, kosti og galla. Sérstök áhersla er á fyrirmyndar samskiptastílinn, þau tækifæri sem hann felur í sér og leiðir til að efla hann enn frekar í daglegum samskiptum okkar.

Í boði er um 30 mínútna hágæða upptaka. Einnig er í boði rauntíma (“live”) framsetning og spjall við þátttakendur með Teams eða Zoom fjarfundarbúnaði. [Rakel]

Sala, þjónusta og upplifun

Vel þjálfaður starfsmaður í sölu og þjónustu er öruggari og ánægðari í starfi sínu. Viðskiptavinurinn fær þar af leiðandi betri  þjónustu og upplifun. Meiri líkur eru á aukinni sölu og að traust viðskiptasamband myndist sem er forsenda endurtekinna viðskipta.  Viðskiptastjórnun (CRM/Customer Relationship Management) er tekið sérstaklega fyrir.  Hentar vel bæði fyrir fyrirtæki í smásölu (B2C) og á fyrirtækjamarkaði (B2B).[Guðmundur]

Verðlagning - hvernig finn ég besta söluverðið?

Stærstu tækifærin til að bæta rekstur liggja oftast í verðlagningunni. En hvernig finn ég besta söluverðið? Á þessu námskeiði er farið yfir helstu lögmál verðlagningar á einfaldan hátt og þær aðferðir sem hægt er að beita til að nálgast besta söluverðið (vísbending: Það er ekki kostnaðarverð + 50%). [Guðmundur]

Samskipti á vinnustöðum

Yfirsýn yfir mismunandi samskiptastíla og innsýn í fyrirmyndar samskiptastíl. Betri færni í að taka eftir földum skilaboðum -þínum eigin og annarra. Aukinn skilningur á hvernig megi fyrirbyggja óæskilegan ágreining og spennu á vinnustaðnum og í staðinn stuðla að öflugum samskiptum. Aukin færni í að takast á við erfið samskipti og erfið mál sem þarf að ræða.    [Rakel]

 

Yfirsýn yfi

Í blíðu og stríðu með okkur sjálfum

Morgun- eða hádegisfyrirlestur
Hugvekja um mikilvægi þess að standa með okkur sama hvað á dynur. Umræða um túlkun upplýsinga –hvaða gleraugu settum við upp í morgun og hvaða gleraugu er okkur tamast að nota? Hugleiðingar um hvað drífur okkur áfram og persónuleg gildi. Hver eru skilaboðin til okkar sjálfra ef illa gengur og hvernig getum við ræktað ný og jákvæðari viðhorf? 

Í boði er um 30 mínútna hágæða upptaka. Einnig er í boði rauntíma (“live”) framsetning og spjall við þátttakendur með Teams eða Zoom fjarfundarbúnaði. [Rakel]

Starfsmannasamtöl

Skýr og áhrifamikil verkfæri fyrir stjórnendur til undirbúnings fyrir starfsmannasamtöl. Leikin dæmi á myndbandi um hvað ber að varast og hvað ber að leggja áherslu á. Innsýn í einfaldar og markvissar aðferðir til að ræða frammistöðu sem þarf að bæta. Þjálfun í samtalstækni og afhent dæmi um samtalsform og leiðbeiningar til starfsmanna. 
Bjóðum einnig kynningar fyrir starfsfólk til undirbúnings fyrir starfsmannasamtöl   [Rakel]

Ágreiningur á vinnustöðum - hvernig má fyrirbyggja og leysa hnúta?

Ágreingur getur verið nauðsynlegur upp að vissu marki til að stuðla að nýjum hugmyndum og framþróun. En erfiður ágreiningur getur verið skaðlegur bæði einstaklingum og vinnustöðum. Hvernig getum við fyrirbyggt óæskilegan ágreining og spennu á vinnustaðnum og í staðinn stuðlað að öflugum samskiptum?  Kynnt eru öflug verkfæri til að takast á við erfið mál sem þarf að ræða og ágreining sem þarf að leysa. [Rakel]

Vörustjórnun: innkaupa- og birgðastýring

Vörustýring fyrirtækja er grunnstoð í smásölu, heildsölu og framleiðslufyrirtækjum. Að eiga réttar vörur, í réttu magni, á réttu verði og á réttum tíma er lykillinn að góðum rekstrarárangri. Því er mikilvægt að vera með puttann á púlsinum og hugsa vörukaup út frá viðskiptavinum og stefnu fyrirtækisins. Það getur verið dýrkeypt fyrir reksturinn að missa tökin á birgðunum.[Guðmundur]

Sameiningar og breytingar á vinnustöðum

Breytingar fara misvel í starfsmenn.  Það þarf að undirbúa breytingar mjög vel. Á námskeiðinu er farið yfir meðal annars mikilvæga þætti í sameiningum,fyrirtækjamenningu, hvað ber að varast, breytingastjórnun, líta á breytingar sem tækifæri og breytingar enda aldrei.[Guðmundur]l annars mikilvæga þætti í sameiningum,fyrirtækjamenningu, hvað ber að varast, ytingastjórnun, líta á breytingar sem tækifæri og breytingar enda aldrei.[Guðmundur]