Mannauðs- og rekstrarráðgjöf

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn

 
Hvað er í boði?

Fjármál og rekstur

Við veitum víðtæka fjármála- og rekstrarráðgfjöf. Við aðstoðum fyrirtæki við uppsetningu og greiningu á fjárhagsupplýsingum og áætlanagerð með það að marki að hámarka sjóðstreymi og rekstrarafkomu.

Mannauðsstjóri til leigu

Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að leigja mannauðsstjóra, mannauðsráðgjafa eða fræðslustjóra frá
okkur til langs eða skamms tíma. Ráðgjafi okkar starfar á vinnustaðnum eins og um fastan starfsmann væri að ræða,
til dæmis í einn eða tvo daga í viku eftir þörfum á hverjum stað.

Jafnlaunavottun

Við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir við innleiðingu á jafnlaunastaðli ÍST 85:2012, með það að marki að stuðla að jafnrétti kynja á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest á Alþingi í júní árið 2017.  

Fjármálastjóri til leigu

Við bjóðum fyrirtækjum, fjárfestum og fjármögnunaraðilum að leigja fjármálastjóra til lengri eða skemmri tíma.
Starf fjármálastjóra til leigu felst meðal annars í að greina og sannreyna áreiðanleika rekstrargagna, stilla upp áætlunum, mælaborðum og áætla sjóðstreymi.

Sérstaða okkar

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn
Við leggjum áherslu á að skilja vel þarfir viðskiptavina og bjóða einfaldar, faglegar og sérsniðnar lausnir. Við fylgjum verkefnum okkar vel eftir og tökum stöðuna með viðskiptavinum á ákveðnum tímapunktum eftir að ráðgjafarverkefni lýkur. Gildi okkar og leiðarljós eru heiðarleiki, sveigjanleiki og framsýni.

Birki ráðgjöf ehf
Borgartún 3  105 Reykjavík
855 5001  birki@birki.is

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn