Mannauðs- og rekstrarráðgjöf

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn

 
Hvað er í boði?

Er gaman í vinnunni?

Rannsóknir sýna að starfsánægja og vellíðan er nauðsynleg fyrir árangur vinnustaðarins.

Eru allir virkir í vinnunni?

Samkvæmt nýlegri könnun Gallup eru aðeins 15% starfsmanna virkilega að leggja sig fram í sínu starfi. 67% eru frekar áhugalausir og ófullnægðir í starfi sínu. 18% eru leiðir í vinnunni og hafa neikvæð áhrif á aðra starfsmenn. Virkni (engagement) hefur bein áhrif á framleiðni og verðmætasköpun fyrirtækja og stofnana.

Er stefnan skýr?

Við aðstoðum við að móta skýra stefnu og framtíðarsýn, hjálpum við innleiðingu og veitum eftirfylgni við stefnu.

Hvernig er vinnustaðamenningin?

Allir vinnustaðir eiga sína einstöku vinnustaðamenningu og hún er nokkurs konar persónuleiki vinnustaðarins. Vinnustaðamenning getur haft hvetjandi eða letjandi áhrif á starfsmenn. Hún getur stuðlað að sterkum og öflugum vinnustað eða dregið hann niður. Vinnustaðamenningu má bæði greina og móta.

Sérstaða okkar

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn
Við leggjum áherslu á að skilja vel þarfir viðskiptavina og bjóða einfaldar, faglegar og sérsniðnar lausnir. Við fylgjum verkefnum okkar vel eftir og tökum stöðuna með viðskiptavinum á ákveðnum tímapunktum eftir að ráðgjafarverkefni lýkur. Gildi okkar og leiðarljós eru heiðarleiki, sveigjanleiki og framsýni.

Birki ráðgjöf ehf
Borgartún 3  105 Reykjavík
855 5001  birki@birki.is

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn