Mannauðs- og rekstrarráðgjöf

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn

 
Hvað er í boði?

Aðlögun rekstrar að breyttu umhverfi

Ráðgjafar Birkis hafa víðtæka reynslu í  að takast á við krefjandi aðstæður. Við aðstoðum fyrirtæki meðal annars við að uppfæra áætlanir og sviðsmyndir, áætla sjóðstreymi og fjármagnsþörf, undirbúa fjármögnun og takast á við áskoranir í mannauðsmálum.

Sameiningar fyrirtækja

Sameiningar fyrirtækja geta verið sterkur leikur bæði í sókn eða vörn. Ráðgjafar Birkis geta boðið aðstoð við undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni sameininga sem byggir á áralangri reynslu hérlendis og erlendis.

Rafrænir fyrirlestrar

Hefðbundið námskeiðahald er áskorun í núverandi ástandi. Þó hefur mikilvægi þess að veita starfsmönnum aðgang að innblásandi og fræðandi efni ekki breyst. Við bjóðum upp á hnitmiðaða og skemmtilega 30 mínútna fyrirlestra á rafrænu formi.

Stefnumótun

Við aðstoðum við að móta skýra stefnu og framtíðarsýn. Hjálpum við innleiðingu og veitum eftirfylgni. Markmiðið er að allir starfsmenn hafi sömu sýn á tilgang, hlutverk og markmið fyrirtækis eða stofnunar.

Sérstaða okkar

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn
Ráðgjafar okkar búa að áratuga reynslu úr íslensku viðskiptalífi. Við leggjum áherslu á að skilja vel þarfir viðskiptavina og bjóða einfaldar, faglegar og sérsniðnar lausnir. Við fylgjum verkefnum okkar vel eftir og tökum stöðuna með viðskiptavinum á ákveðnum tímapunktum eftir að ráðgjafarverkefni lýkur. Gildi okkar og leiðarljós eru heiðarleiki, sveigjanleiki og framsýni.

Birki ráðgjöf ehf.
Borgartún 3  105 Reykjavík
855 5001  birki@birki.is

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn

Við aðstoðum stjórnendur meðal annars við að:

▪️Móta stefnu og sækja fram í breyttum aðstæðum
▪️Gera rekstraráætlanir og sækja fjármagn
▪️Endurskipuleggja og hlúa að mannauð

Hafðu samband, fyrsti fundur er þér að kostnaðarlausu.

 

Ef þú vilt komast á póstlistann okkar þá skráir þú netfangið þitt hér að neðan.

Takk fyrir póstinn. Við verðum í sambandi mjög fljótlega.