Mannauðs- og rekstrarráðgjöf

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn

 
Hvað er í boði?

Aðlögun rekstrar að breyttu umhverfi

Ráðgjafar Birkis hafa víðtæka reynslu í  að takast á við krefjandi aðstæður. Við aðstoðum fyrirtæki meðal annars við að uppfæra áætlanir og sviðsmyndir, áætla sjóðstreymi og fjármagnsþörf, undirbúa fjármögnun og takast á við áskoranir í mannauðsmálum.

Sameiningar fyrirtækja

Sameiningar fyrirtækja geta verið sterkur leikur bæði í sókn eða vörn. Ráðgjafar Birkis geta boðið aðstoð við undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni sameininga sem byggir á áralangri reynslu hérlendis og erlendis.

Hvatning á tímum breytinga

Starfsmenn geta upplifað mikið andlegt álag og óvissu á tímum sem þessum. Við getum aðstoðað ykkur við að hvetja starfsmenn á erfiðum tímum, skerpa á innri upplýsingamiðlun, efla teymið og stuðla að heilbrigðri vinnustaðamenningu.

Fagstjóri til leigu

Er þitt fyrirtæki að hámarka rekstrarafkomu, starfsánægju, birgðahald og ná sínum markmiðum?  Með því að taka fagstjóra til leigu nýtur fyrirtækið þitt fagþekkingar með litlum tilkostnaði til lengri eða skemmri tíma.  Í boði er: fjármálastjóri, innkaupastjóri, mannauðsstjóri, rekstrarstjóri og verkefnastjóri.

Sérstaða okkar

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn
Ráðgjafar okkar búa að áratuga reynslu úr íslensku viðskiptalífi. Við leggjum áherslu á að skilja vel þarfir viðskiptavina og bjóða einfaldar, faglegar og sérsniðnar lausnir. Við fylgjum verkefnum okkar vel eftir og tökum stöðuna með viðskiptavinum á ákveðnum tímapunktum eftir að ráðgjafarverkefni lýkur. Gildi okkar og leiðarljós eru heiðarleiki, sveigjanleiki og framsýni.

Birki ráðgjöf ehf.
Borgartún 3  105 Reykjavík
855 5001  birki@birki.is

Ástríða okkar er langtímaárangur þinn

Við aðstoðum stjórnendur meðal annars við að:

▪️Móta stefnu og sækja fram í breyttum aðstæðum
▪️Gera rekstraráætlanir og sækja fjármagn
▪️Endurskipuleggja og hlúa að mannauð

Hafðu samband, fyrsti fundur er þér að kostnaðarlausu.

 

Ef þú vilt komast á póstlistann okkar þá skráir þú netfangið þitt hér að neðan.

Takk fyrir póstinn. Við verðum í sambandi mjög fljótlega.