Mannauðsráðgjöf

Ástríða mín er langtímaárangur þinn

 
Hvað er í boði?

Sérstaða mín

Ástríða mín er langtímaárangur þinn
Ég legg áherslu á að skilja vel þarfir viðskiptavina og bjóða einfaldar, faglegar og sérsniðnar lausnir. Ég fylgi verkefnum mínum vel eftir og tek stöðuna með viðskiptavinum á ákveðnum tímapunktum eftir að ráðgjafarverkefni lýkur. Gildi mín og leiðarljós eru heiðarleiki, sveigjanleiki og framsýni.

Hvers vegna að fá ráðgjöf?

Fersk augu, auka kraftur, þekking, reynsla, hlutleysi, þjálfa starfsmenn,  sjá ný tækifæri, taka á erfiðum málum, hafa áhrif á starfsmenn, fá starfsmenn út úr boxinu, sjá aðrar leiðir, spyrja erfiðu spurninganna, fylgja eftir breytingum og innleiðingum. 

Sjálfbærni

Við höfum sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi í störfum okkar. Þessir mikilvægu þættir eiga að vera hluti af stefnu allra fyrirtækja og stofnana.   

 

Kostar ekkert að heyrast

Það kostar ekkert að taka fyrsta fundinn eða samtalið.  Það getur gert ótrúlega mikið að taka þetta skref.  Við erum til staðar og við getum mjög oft hjálpað við að finna lausnir og leiðir til að gera hlutina betri.   

Umsögn

“Í byrjun árs 2018 ákváðum við að fara í stefnumótunarvinnu í Garra og fengum við Guðmund P. Gíslason til að leiða þá vinnu fyrir okkur.  Guðmundur fór strax í að greina verkefnið með okkur og stýra aðgerðum.  Fljótlega kom Rakel Heiðmarsdóttir að verkefninu og vann að þeim þáttum er snéru að starfsmannamálum.  Sjaldan hef ég verið jafn ánægður með stjórnunarlega ákvörðun og þessa, hér er á ferðinni fólk sem hefur bæði skilning á rekstrarlegum þáttum og ekki síst mannlegum.  Ég lít svo á að fyrirtækið og vinnustaðurinn Garri er mun betri eftir þessa vinnu og ég er sannfærður um að allir starfsmenn fyrirtækisins séu mér sammála.  Ég er líka sannfærður að þessi vinna hafi skilað sér til viðskiptavina í betri gæðum og hærra þjónustustigi.”

 Magnús R. Magnússon, framkvæmdastjóri Garra